Í þjóðgörðum starfa þjóðgarðsverðir allt árið, einn í hverjum garði. Í starfinu felst að aðstoða stjórn viðkomandi þjóðgarðs við að útbúa stjórnunar- og verndaráætlun og sjá um framkvæmd og daglegan rekstur. Einnig að hafa umsjón með rekstri gestastofa og tjaldsvæða innan þjóðgarðsins og sinna hlutverki verkstjóra landvarða á svæðinu.
 
Atvinnustarfsemi sem fer fram innan þjóðgarðsins þarf að vera í samráði við og með leyfi frá þjóðgarðsverði.

Helstu verkefni

• Framkvæmd stjórnunar- og verndaráætlunar þjóðgarðs
• Umsjón með daglegum rekstri og stjórnun svæðisins
• Rekstur gestastofa og tjaldsvæða
• Samskipti og samvinna við tengda hagsmunaaðila
• Leiða starf í faglegri umsýslu landvörslu og fræðslu
• Þátttaka í stefnumótun
• Almenn stjórnsýsla og leyfisútgáfa

Hæfnikröfur

Þjóðgarðsvörður þarf að búa yfir þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum auk skipulagshæfileika og kunnáttu í stjórnun og mannaforráðum. Reynsla af ferðamannamálum, umhverfismálum og opinberri stjórnsýslu nýtist þjóðgarðsverði vel sem og tungumálakunnátta.

Ferðamálastofa

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Námið

Þjóðgarðsvörður þarf að hafa háskólamenntun eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Afbrotafræðingur

Barþjónn

Blómaskreytir

Búfræðingur

Diplómati

Dýralæknir

Dyravörður

Fangavörður

Náms- og starfsráðgjöf