NÁM

Tölvubrautir

Nám á tölvubrautum framhaldsskóla er ætlað að veita grunnþekkingu á sem flestum sviðum tölvutækni auk undirbúnings í almennum bóklegum greinum. Náminu lýkur með stúdentsprófi.

Kennsla
Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla með ákveðnum lágmarksskilyrðum sem best er að kynna sér á heimasíðum viðkomandi skóla.

Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám á tölvubraut er fyrst og fremst bóklegt með áherslu á tölvutengdar greinar auk almennra bóknámsgreina. Valgreinar er mikilvægt að skipuleggja með hliðsjón af aðgangsviðmiðum háskóla.

Að loknu námi

Nám á tölvubrautum framhaldsskóla getur verið góður og hagnýtur undirbúningur fyrir háskólanám í tölvutengdum greinum, verkfræði, stærðfræði og tæknigreinum.

Störf
Vefhönnuður
Leikjahönnuður
Leikjaforritari
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf