Á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð er unnið með færni og þekkingu sem býr nemendur undir áframhaldandi fjölbreytt nám á háskólastigi í greinum sem tengjast gerð tölvuleikja. Áhersla er lögð á hagnýta menntun í tölvuleikjagerð, skapandi greinum og frumkvöðla- og markaðsfræðslu.
• náminu lýkur með stúdentsprófi
• námstími er þrjú ár
Í náminu er reynt að horfa til áhuga og styrkleika hvers nemenda með sjálfstæði, skapandi hugsun, rökvísi og jákvæð samskipti að leiðarljósi.