Á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð er unnið með færni og þekkingu sem býr nemendur undir áframhaldandi fjölbreytt nám á háskólastigi í greinum sem tengjast gerð tölvuleikja. Áhersla er lögð á hagnýta menntun í tölvuleikjagerð, skapandi greinum og frumkvöðla- og markaðsfræðslu.

• náminu lýkur með stúdentsprófi
• námstími er þrjú ár

Í náminu er reynt að horfa til áhuga og styrkleika hvers nemenda með sjálfstæði, skapandi hugsun, rökvísi og jákvæð samskipti að leiðarljósi.

Kennsla

Nám til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð er kennt við Menntaskólann á Ásbrú sem tilheyrir Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs í Reykjanesbæ.

Lögð er rík áhersla á nútímalega kennsluhætti og vinnuaðstöðu.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla með hæfnieinkunn B í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði eða hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.

Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð er staðbundið og samanstendur af 140  feininga kjarna (grunnáfangar og tölvuleikjanámskeið) auk valgreina. Áfangar sem tengjast tölvuleikjagerð eru unnir í samstarfi við fyrirtæki úr atvinnulífinu.

Að loknu námi

Að loknu stúdentsprófi í tölvuleikjagerð geta nemendur staðið frammi fyrir fjölbreyttum möguleikum á borð við framhaldsnám í háskóla eða þátttöku í atvinnulífinu hjá fyrirtækjum í bransanum, jafnvel með eigin viðskiptahugmynd í farteskinu.

Störf
Leikjahönnuður
Leikjaforritari
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf