NÁM

Matsveinanám

Matsveinanám er starfsnám á framhaldsskólastigi þar sem áhersla er lögð á að auka þekkingu og færni við dagleg störf sem matsveinn í litlum mötuneytum og á fiski- og flutningaskipum. Nemendur læra að setja saman matseðla, huga að innkaupum, ólíkar matreiðsluaðferðir og –hefðir ásamt meðferð matvæla. Möguleiki er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna.

Meðalnámstími er um eitt ár, tvær annir í skóla og starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Kennsla

Matsveinanám er kennt í Menntaskólanum í Kópavogi en grunnnám matvæla einnig í boði við Verkmenntaskólann á Akureyri.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið sex mánaða starfsþjálfun eða vera starfandi í mötuneyti sem býður upp á mat í hádegi  og að kvöldi.

Upplýsingar um lánshæfi námsins má fá hjá Menntasjóði námsmanna. Eins veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið skiptist í sérgreinar og starfsþjálfun.

Að loknu námi

Námið veitir réttindi til að starfa sem matsveinn.

Störf
Matsveinn
Matartæknir
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf