Matsveinar matreiða alla rétti sem í boði eru í eldhúsum á minni fiski og flutningaskipum og í litlum mötuneytum. Matsveinar þjóna fólki sem borðar hjá þeim daglega, skipuleggja matseðla og matreiða jafnvel sérstaklega fyrir þá sem haldnir eru fæðuofnæmi eða óþoli.

Helstu verkefni
  • annast innkaup á hráefni og öðrum vörum fyrir eldhús
  • taka á móti og meðhöndla hráefni
  • semja matseðla með hliðsjón af hollustu og næringargildi
  • matreiða og vinna eftir uppskriftum
  • þjóna fólki til borðs
Hæfnikröfur

Matsveinn þarf að geta gert áætlanir um innkaup til lengri og skemmri tíma, kunna að setja saman matseðla, geta matreitt allan algengan heimilismat með hliðsjón af hollustu og næringargildi og framreitt matinn á smekklegan hátt. Einnig er mikilvægt að kunna að elda helstu skyndirétti auk þess að geta útbúið hátíðarétti og dúkað borð miðað við hin ýmsu tækifæri.

Matvæla- og veitingafélag Íslands

Námið

Nám matsveins er tveggja anna nám á framhaldsskólastigi auk starfsþjálfunar. Námið er í boði í Menntaskólanum í Kópavogi auk þess sem matvælanám er einnig við Verkmenntaskólann á Akureyri.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Matartækni
Matsveinanám
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bakari

Gæðaeftirlitsmaður

Kjötskurðarmaður

Matartæknir

Matvælafræðingur

Mjólkurfræðingur

Næringarfræðingur

Slátrari

Náms- og starfsráðgjöf