Matartæknir matreiðir algengan heimilismat á fjölbreytilegan hátt og hugar sérstaklega að þörfum einstakra hópa svo sem barna, aldraðra og sjúklinga. Algengir vinnustaðir matartækna eru heilbrigðisstofnanir og mötuneyti. Matartæknar elda einnig hátíðarmat og setja saman matseðla með hliðsjón af ýmsum sérþörfum. Matartæknir fær réttindi með leyfisbréfi frá landlækni.