Veðurfræðingar afla gagna um veður, vinna úr þeim og veita upplýsingar um veður með veðurspám eða gera rannsóknir á veðurfari.

Flestir veðurfræðingar starfa á veðurstofum eða á rannsóknarstofum, stundum í tengslum í vettvangsrannsóknir utanhúss. Einnig geta veðurfræðingar sérhæft sig í tölvuvinnslu, fjarskiptum vegna veðurþjónustu, snjóflóða- og hafíssrannsóknum eða veðurfræðilegum rannsóknum sem miða að endurbótum á veðurspám.

Helstu verkefni
  • gerð veðurspár og miðlun upplýsinga um veður
  • semja almennar veðurspár fyrir landið og miðin
  • fylgjast með veðri og gefa út viðvaranir ef þurfa þykir
  • gerð tölvulíkana til að spá fyrir um veður
  • veita fjölmiðlum upplýsingar um veður eða greina þar frá veðri og veðurhorfum
Hæfnikröfur

Veðurfræðingur þarf að hafa góða greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu talna og gagna. Góð tölvufærni er nauðsynleg sem og hæfni til að leysa vandamál. Mikilvægt er að hafa áhuga á vísindum, umhverfi og náttúru landsins og geta starfað í teymi. Góð samskiptafærni í ræðu og riti er einnig mjög æskileg.

Veðurfræðifélagið

Námið

Háskólanám í raungreinum á borð við eðlisfræði og stærðfræði er algengasti grunnur veðurfræðinga sem þurfa að öðru leyti að sækja nám sitt í erlenda háskóla.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Kerfisfræðingur

Leikjaforritari

Stærðfræðingur

Þjóðfræðingur

Náms- og starfsráðgjöf