NÁM

Ljósmóðurfræði

Kandídatsnám í ljósmóðurfræði er starfstengt framhaldsnám á háskólastigi. Í því er meðal annars farið í ljósmóðurfræði, meðgöngu kvenna, undirbúning fyrir foreldrahlutverkið, umönnun barna og heilbrigði kvenna.

Náminu lýkur með kandídatsprófi í ljósmóðurfræði. Námstími er tvö ár.

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Kennsla

Nám í ljósmóðurfræði til starfsréttinda er kennt við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Einnig er framhaldsnám til MS-prófs í boði.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru próf í hjúkrunarfræði og íslenskt hjúkrunarleyfi, sjá nánar um inntökuskilyrði.

Námið er lánshæft til framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í ljósmóðurfræði er fræðilegt og verklegt og fer fram í staðnámi. Fræðileg námskeið eru á fyrra ári en klínískt nám og starfsþjálfun fara fram á seinna árinu.

Að loknu námi

Námið veitir rétt til að sækja um starfsleyfi til Landlæknis og hægt er að því fengnu að starfa sem ljósmóðir.

Störf
Ljósmóðir
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf