Ljósmæður starfa við meðgöngueftirlit, fæðingarhjálp, umönnun og foreldrafræðslu. Í starfinu felst fræðsla á meðgöngu, undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið, heilbrigðisfræðsla ásamt umönnun nýbura og ungbarna. Ljósmæður eru löggilt heilbrigðisstétt.
Ljósmæður starfa víða, meðal annars í heimahúsum, á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum.