Alþjóðabrautir framhaldsskóla skiptast alla jafna í kjarnagreinar annars vegar og sérgreinar hins vegar sem eru ýmist á sviði hug- og félagsvísinda, sögu, alþjóðasamskipta, tungumála eða tengdra greina. Náminu lýkur með stúdentsprófi.

Kennsla
Kröfur

Inntökuskilyrði á alþjóðabraut geta verið nokkuð breytileg eftir skólum og best að kanna þau á heimasíðum skólanna. Nemendur þurfa þó að hafa lokið grunnskólaprófi með ákveðinni lágmarkseinkunn í kjarnagreinunum íslensku, ensku og stærðfræði.

Námsskipulag

Nám á alþjóðabrautum er að langstærstum hluta bóklegt og skiptist í kjarnagreinar, sérgreinar og valgreinar sem tengjast félagsvísindum, alþjóðafræðum, menningu og tungumálum. Kennsluaðferðir og áherslur geta verið ólíkar á milli skóla en eru alla jafna fjölbreyttar með áherslu á upplýsingaöflun, verkefnavinnu, samvinnu og sjálfstæð vinnubrögð nemenda.

Að loknu námi

Nám á alþjóðabraut er skipulagt til undirbúnings námi á háskólastigi – sér í lagi í hugvísindagreinum sem tengjast til dæmis tungumálum, menningu, viðskiptum eða alþjóðasamskiptum en námið getur einnig verið góður grunnur til starfa í ferðaþjónustu eða á alþjóðavettvangi.

Störf
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf