Vélstjórn er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Meginmarkmið námsins er að nemendur verði færir um að hafa stjórn á og geti viðhaldið vélbúnaði skipa eða framleiðslufyrirtækja. Í náminu afla nemendur sér færni í notkun hvers konar vél-, raf- og stjórnbúnaðar sem unnið er með og þekkingar á lögum og reglum sem vélstjórar vinna eftir. Möguleiki er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna.

Vélstjórn er löggilt starf. Námstími í skóla er fimm ár, þar við bætist sveinspróf og siglingatími til að öðlast fyllstu vélstjórnarréttindi. Þar að auki sækja nemendur námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, sjá nánar á heimasíðum skóla.

Námið er lánshæft til framfærsluláns og annarra lána hjá Menntasjóði námsmanna. Eins veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í vélstjórn skiptist í almennar bóklegar greinar og sérgreinar vélstjórnarinnar. Það er þrepaskipt og geta nemendur fengið réttindi að loknu hverju stigi, frá A til D. Fyrstu tvær annirnar er farið í grunnnám málmiðngreina.

Til að öðlast fyllstu vélstjórnarréttindi þarf nemandi að hafa lokið D-réttindanámi og 24-36 mánaða siglingatíma og viðurkenndri verkstæðisþjálfun samkvæmt viðeigandi lögum og reglugerð.

Véltækniskóli Tækniskólans býður upp á menntun til VA réttinda í dreifnámi.

Að loknu námi

Að loknu VC námi og tilskildum námssamningi hafa nemendur rétt til að fara í sveinspróf í vélvirkjun. Samhliða útskrift sem vélfræðingar (VD) útskrifast nemendur sem stúdentar.

 
Störf
Vélstjóri
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf