NÁM

Leiklist

Leikaranám er listnám á háskólastigi. Í náminu felst meðal annars að efla færni og þekkingu innan sviðslista, jafnt á sviði og við upptöku. Farið er í raddbeitingu, hreyfingu, leiktúlkun og leiklistarsögu svo dæmi séu tekin.

Náminu lýkur með BA prófi. Námstími er þrjú ár.

Kennsla

Nám á leikarabraut hefur verið kennt innan sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands.

Athugið að einnig er í boði leiklistarnám í leiklistardeild Kvikmyndaskóla Íslands; tveggja ára list- og fagnám. Lögð er áhersla á leik í kvikmyndum og öðrum myndmiðlum.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf úr framhaldsskóla eða sambærilegt nám. Umsækjendur fara í inntökupróf og viðtöl en fjöldatakmarkanir eru í námið, sjá nánar um inntökuferlið.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í leiklist er fræðilegt og verklegt. Ýmist er farið í skyldufög og valfög öll þrjú árin. Kennt er í staðnámi.

Fræðileg námskeið og vinnustofur öll árin. Námskeið, lokaritgerð og lokaverkefni á þriðja ári.

Að loknu námi

Eftir námið er hægt að starfa sem leikari. Eins veitir BA próf möguleika á framhaldsnámi á háskólastigi.

Störf
Leikari
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf