Leikarar leika margs konar hlutverk á sviði, í sjónvarpi og útvarpi, kvikmyndum og öðru starfsumhverfi menningargeirans Í starfinu felst að beita líkama sínum og rödd til túlkunar, með það að markmiði að vekja hughrif, skemmta eða upplýsa áhorfendur.
Sem leikari gætirðu hvort tveggja starfað hjá ríkisreknum leikhúsum og einkareknum eða sjálfstæðum leikhópum, jafnvel stofnað þinn eigin leikhóp. Einnig leikið í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og auglýsingum. Leikarar vinna í nánu samstarfi við leikstjóra, höfunda, ljósamenn, búningahönnuði, förðunarfólk, leikmyndahönnuði og fleiri.