STARF

Leikari

Leikarar leika margs konar hlutverk á sviði, í sjónvarpi og útvarpi, kvikmyndum og öðru starfsumhverfi menningargeirans Í starfinu felst að beita líkama sínum og rödd til túlkunar, með það að markmiði að vekja hughrif, skemmta eða upplýsa áhorfendur.

Sem leikari gætirðu hvort tveggja starfað hjá ríkisreknum leikhúsum og einkareknum eða sjálfstæðum leikhópum, jafnvel stofnað þinn eigin leikhóp. Einnig leikið í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og auglýsingum. Leikarar vinna í nánu samstarfi við leikstjóra, höfunda, ljósamenn, búningahönnuði, förðunarfólk, leikmyndahönnuði og fleiri.

Helstu verkefni
  • leggja texta og hreyfingar á minnið
  • tileinka sér hlutverk og æfa túlkun þess
  • afla og æfa þá kunnáttu sem hlutverk útheimtir svo sem söng eða dans
  • kynna sér persónur handrits, sögusvið og framvindu leikverks
  • túlka tilfinningar og gjörðir á mismunandi hátt
  • undirbúningur fyrir áheyrnarprufur
Hæfnikröfur

Í starfi leikara er mikilvægt að vera opin og skapandi, í góðu líkamlegu formi og hafa góða framsögn ásamt því að eiga gott með að vinna með öðrum. Frumkvæði, næmi á hegðun fólks, gagnrýnin hugsun og vilji til að reyna nýja hluti eru allt æskilegir eiginleikar leikara. Starfinu fylgir notkun margs konar búninga og gerva auk þess sem vinnutíminn er óreglulegur, gjarnan á kvöldin og um helgar.

Félag íslenskra leikara

Námið

Nám á leikarabraut Listaháskóla Íslands er þriggja ára nám til BA-gráðu auk þess sem leiklistardeild er við Kvikmyndaskóla Íslands. Þá er á framhaldsskólastigi leiklistasvið í boði á listnámsbrautum Fjölbrautaskólans í Garðabæ, Borgarholtsskóla og mögulega víðar – sjá Listnámsbrautir.

Leiklist
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Búningahönnuður

Dansari

Danshöfundur (kóreógraf)

Danskennari

Gervahönnuður

Grafískur hönnuður

Hljóðhönnuður

Náms- og starfsráðgjöf