Á Íþróttabrautum framhaldsskóla er áhersla lögð á ýmsar sérgreinar íþrótta, hreyfingu og þjálfun. Einnig er gjarnan fjallað um þætti á borð við heilbrigði, lýðheilsu og næringarfræði. Slíkum brautum er ætlað að veita nemendum góða og almenna þekkingu á sviði íþrótta- og heilsufræða.

Kennsla

Íþróttabrautir eru í boði við marga framhaldsskóla. Eftirtaldir hafa samþykkta námskrá en sambærilegt nám má finna við fleiri skóla:

Borgarholtsskóli – afreksíþróttasvið fyrir nemendur sem stunda íþróttir viðurkenndar af ÍSÍ.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla – Íþrótta- og heilbrigðisbraut.

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti –  bóklegar greinar, íþróttafræði og sérsvið íþrótta.

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ  – íþróttafræði og undirstöðuþekking í kennslu og þjálfun barna og unglinga.

Fjölbrautaskóli Vesturlands – afreksíþróttasvið í samstarfi við íþróttafélög á Akranesi.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga – íþróttabraut til stúdentsprófs.

Fjölbrautaskóli Suðurlands – fimleika-, frjálsíþrótta-, handbolta-, knattspyrnu- og körfuboltaakademía auk hestamennsku.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja – íþrótta- og lýðheilsubraut.

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra –  íþróttaakademía í samstarfi við körfubolta- og knattspyrnudeildir U.M.F.T.

Framhaldsskólinn á Laugum – Íþróttafræðibraut með áherslu á íþrótta- og heilsufræði.

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ – Íþrótta-, lýðheilsu- og hestakjörsvið.

Menntaskóli Borgarfjarðar – íþróttaáhersla á félagsfræðasviði og náttúrufræðisviði.

Menntaskólinn á Tröllaskaga  – íþrótta- og útivistarbrautir.

Verkmenntaskólinn á Akureyri – Íþrótta- og lýðheilsubraut.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, sjá nánar á heimasíðum viðkomandi skóla. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám á íþróttabrautum til stúdentsprófs er alla jafna hefðbundið bóknám, oft tvinnað saman við verklegri þætti í tengslum við íþróttir, þjálfun og heilsueflingu. Áherslur, sérhæfing og val kann að vera mismunandi eftir skólum en alltaf mikilvægt að skipuleggja námsframvindu með hliðsjón af aðgangsviðmiðum háskóla.

Dæmi um sérsvið íþróttabrauta eru íþróttafræði, þjálfun, afreksíþróttir, íþróttasálfræði og heilsufræði. Kennsluaðferðir eru gjarnan fjölbreyttar þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda.

Að loknu námi

Nám á íþróttabrautum getur verið góður undirbúningur fyrir háskólanám í greinum á borð við íþróttafræði, kennslufræði, útivistar-, tómstunda- og uppeldisfræði eða ýmis félagsvísindi. Einnig góður grunnur fyrir nám í einkaþjálfun eða þjálfun, vinnu með börnum og unglingum eða leiðbeinendastörf hjá íþróttafélögum.

Störf
Atvinnumennska í íþróttum
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf