NÁM

Háskólagátt á ensku (University Gateway)

Háskólagátt á ensku er spegilmynd námsins á íslensku þar sem íslenska sem annað mál og enska koma í stað hefðbundinna íslensku- og dönskuáfanga.

Náminu er ætlað að búa nemendur undir nám á háskólastigi í hug- og félagsvísindum og veita undirstöðu til að auka samkeppnishæfni á vinnumarkaði. Höfuðáhersla er lögð á færni í grunngreinum framhaldsskólans: íslensku, ensku og stærðfræði.

University Gateway in English

Námstímabil er rúmir sex mánuðir eða tvær annir, frá janúar fram í byrjun ágúst.

Kennsla

Háskólagátt á ensku er kennd við Háskólann á Bifröst þar sem í boði er ódýrt húsnæði og góð aðstaða fyrir barnafólk.

Kröfur

Aðgangskröfur í háskólagátt á ensku eru þær sömu og á íslensku; að lágmarki 23 ára aldur, hafa lokið 118-140 f-einingum eða geta sýnt fram á sambærilega þekkingu, leikni og hæfni t.d. niðurstöður raunfærnimats þar sem starfsreynsla er metin.

Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í háskólagátt er 66 f-einingar, lotuskipt – tvær á vorönn og tvær á sumarönn. Kennt er í sex vikur en sjöunda vikan helguð námsmati.  Lotukerfið er hugsað til að jafna álag á nemendur yfir kennslutímabilið. Notaðar eru nútíma kennsluaðferðir sem taka mið af þörfum nemenda hverju sinni.

Að loknu námi

Námið hefur reynst góður undirbúningur fyrir nemendur sem stefna á háskólanám en hafa gert hlé á námi. Einnig ef vantar einingar til að komast í háskóla þó alltaf þurfi að hafa í huga að inntökuskilyrði í háskólanám eru mismunandi eftir fræðasviðum.

Störf
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf