Síminn Rey Cup – mótið fullbókað – biðlisti

Skráningarfrestur rann út 15. maí og hafa lið verið mjög dugleg að skrá sig síðustu daga og er mótið orðið fullbókað. Skráning liða er ekki endanlega gild fyrr en skráningargjaldið sem er 25.000 kr. á hvert keppnislið hefur verið greitt. Lið sem hafa skráð sig en ekki greitt skráningargjöldin eru því hvött til að greiða þau sem fyrst (sjá greiðsluupplýsingar hér neðar á heimasíðunni).

Þau lið sem ekki hafa skráð sig en vilja komast á mótið geta skráð sig hér á síðunni (reycup.is) og farið á biðlista.  Þegar búið verður að fara yfir allar staðfestar skráningar verður mótinu stillt upp og þá mun liggja fyrir hvort hægt er að bæta við fleiri liðum í einstökum flokkum eða einstökum riðlum. Stefnt er að því að það liggi fyrir í byrjun júní.

Síminn Rey Cup þakkar fyrir frábærar viðtökur en aldrei fyrr hafa lið skráð sig svona snemma á mótið.