Rafboltamót
Þróttar

Mótsfyrirkomulag

Tveir saman í liði, leikmenn velja sér lið og þurfa keppa með því liði út mótið.

Hver leikur er 2X 6 mín.

Gamemode overall 90.

Mótið hefst á riðlakeppni sem fer fram dagana 14 .- 15. desember og útsláttarkeppni og úrslit fara fram 16. desember. Hvert lið þarf einungis að mæta annan daginn í riðlakeppni og svo auðvitað á úrslitadaginn komist þau áfram.

Keppni fer fram í félagsheimili Þróttar Engjavegi 7, 104 Reykjavík

Eftir að dregið hefur verið í riðla verður hvert lið látið vita hvenær það á að spila.

Þátttaka á mótinu kostar 3.500 kr. fyrir hvern spilara

ATH! Einungis 32 lið komast að og þegar skráning fyllist munu umframskráningar lenda á biðlista og komast að sé eitthvað lið sem dettur út. Ef liðið þitt lendir á biðlista verður haft samband í gegnum póst eða síma sem fylgir skráningu

Verðlaun

1.sæti – 2 Xbox Series S leikjatölvur

2.sæti – Út að borða fyrir tvo á Flatey

3.sæti – Píla í 80mín hjá Skor

Skráning

Byrjum á því að velja heiti á liðið. Athugið að dónaleg heiti eða heiti sem geta talist niðrandi fyrir önnur lið eða hópa eru ekki tekin gild. Sé þessi regla brotin munu lið vera sjálfkrafa endurskýrð eftir þekktum persónum eða staðarheitum
Upplýsingar um fyrsta spilara liðsins
Upplýsingar um annan spilara liðsins
Greiðsluseðill verður sendur út fyrir þátttökugjaldi og þarf því greiðandi að hafa náð 18 ára aldri. Ef óskað er eftir því að greiða á annan hátt má skilja þessar upplýsingar eftir auðar og hafa samband í gegnum tölvupóst á maria@trottur.is. Athugið að þau lið sem ekki hafa gengið frá greiðslu fyrir mótsdag detta sjálfkrafa út