Liverpool á Síminn Rey Cup

Staðfest er að Liverpool kemur á mótið núna í sumar og mun keppa í 3.fl. stelpna. Mótið var kynnt þeim í fyrravetur en þá var of stuttur fyrirvari fyrir liðið að koma. Þetta er lang frægasta liðið sem hefur komið á mótið frá upphafi  og mikill heiður fyrir keppendur á mótinu að fá jafn öflugt lið að spila við. Þátttaka Liverpool sýnir að mótið hefur spurst vel út erlendis og bætist það þar með í hóp Glasgow Rangers, Stoke City, Norwich City, Bröndby og fleiri liða sem hafa tekið þátt í mótinu. Gaman verður að fylgjast með íslensku stelpuliðunum kljást við þessa verðugu andstæðinga. Sjá umfjöllun á Stöð 2.