Erlend lið á Síminn Rey Cup

Eins og undanfarin ár er lögð mikil áhersla að fá erlend lið á mótið og kynna það erlendis. Stefnt er að því að fá erlend lið í öllum aldurshópum og bæði stelpu- og strákalið. Ensk ferðaskrifstofa hefur verið að kynna mótið og líklegt er að nokkur lið komi á hennar vegum. Þá hefur sérstakur tengiliður mótsins erlendis kynnt mótið vel og er áhugi á mótinu frá liðum í Litháen, Búlgaríu, Grikklandi og jafn vel frá Ísrael.

Tvö erlend lið hafa staðfest þátttöku en von er á fleiri skráningum á næstu vikum:

Norwich City – í 3.flokki stráka. Þetta er fjórða mótið í röð sem Norwich City kemur á en þeir unnu mótið síðasta sumar í sínum flokki og ætla sér að halda titlinum.

07 Vestur frá Færeyjum í 3.fl. stráka.