Í móttöku sem haldin var fyrir þjálfara og fararstjóra í höfuðstöðvum KSÍ á föstudaginn skrifaði formaður stjórnar Rey Cup og Rodrigo Delgado borgarstjóri Estación Central í Santiago undir viljayfirlýsingu sem felst í að Estación Central mun næstu 3 árin stefna að því að senda lið á Rey Cup og á móti munu þeir liðka fyrir komu íslenskra liða á mót í Santiago í Chile.
