Þann 1. maí eru alls skráð 40 lið á Síminn Rey Cup. Lið eru mun fyrr að skrá sig í ár en síðustu ár sem er mjög ánægjulegt en alls geta um 90 lið tekið þátt í mótinu. Tímanleg skráning flýtir allri skipulagsvinnu mótshaldara sem gerir mótið enn betra fyrir þátttakendur. Flestar skráningar eru eins og undanfarin ár í 4.flokki stráka en góðar skráningar eru í 4.flokki stelpna og alls komnar 8 skráningar í 3.flokki stráka. Enn sem komið er þá eru fá lið búin að skrá sig í 3.flokki stelpna en eins og fram hefur komið mun Liverpool Ladies keppa í þeim flokki. Það verður gaman að sjá hvort íslenskt lið nái að sigra Liverpool í fyrsta skipti í sögunni.
Skráningarfrestur og greiðsla staðfestingargjalds er til 15. maí.
