Danska – grunnur
Nýtist þeim sem eiga eftir að klára staka áfanga í dönsku. Megináhersla er lögð á hlustun, lestur lesskilning og hagnýta málfræði. Kennt er með aðferðum fullorðinsfræðslu sem hentar meðal annars nemendum sem hafa ekki verið í skóla í lengri tíma.
Enska – 25/35 grunnur
Nýtist þeim sem eiga eftir að klára staka áfanga í ensku. Megináhersla er lögð á ritun, hlustun, lestur, lesskilning ásamt þjálfun í munnlegri tjáningu. Kennt er með aðferðum fullorðinsfræðslu sem hentar meðal annars nemendum sem hafa ekki verið í skóla í lengri tíma. Tvískipt – Enska 25 grunnur og Enska 35 grunnur.
Íslenskugrunnur
Nýtist þeim sem eiga eftir að klára staka áfanga Í íslensku. Kennt er með aðferðum fullorðinsfræðslu sem hentar meðal annars nemendum sem hafa ekki verið í skóla í lengri tíma. Námið er á hæfnistigi 2 á framhaldsskólastigi.
Stærðfræðigrunnur
Nýtist þeim sem eiga eftir að klára staka áfanga í stærðfræði. Tekist á við viðfangsefni eins og rúmfræði, algebru, hnitakerfi og hornafræði. Námið er á hæfnistigi 2 á framhaldsskólastigi.
Tölvugrunnur
Tölvugrunnur nýtist þeim sem eiga eftir að klára staka áfanga í tölvu- og upplýsingatækni og þeim sem vilja öðlast grunnþekkingu á sviðinu. Unnið er að því að efla getu nemenda til að vinna með algeng forrit og kynntur ýmis hugbúnaður þannig að nemendur öðlast sjálfstraust og getu til að beita fyrir sig tölvu- og upplýsingatækni […]
Menntastoðir – fjarnám
Menntastoðir hafa veitt fjölda fólks ný tækifæri í námi. Þau sem ljúka námi í Menntastoðum með tilskildum árangri geta sótt um í undirbúningsdeildir háskólanna, Keili, HR og Bifröst. Hægt er að meta námið til framhaldsskólaeininga. Námið samanstendur af sex sjö vikna lotum og eru kenndar tvær námsgreinar í hverri lotu ásamt námstækni.
Business Operations – SMR II
The purpose of the program is to strengthen the knowledge and increase the skills of those who carry out or are interested in operating or starting their own business. The program is 218 hours and can be assessed for 11 credits at the upper secondary school level.
Tæknilæsi og tölvufærni
Nám fyrir fólk sem á erfitt með að halda í við þær breytingar sem ör tækniþróun hefur á störf og daglegt líf. Markmið er að auka tæknilæsi og tölvufærni þátttakenda með það að leiðarljósi að efla hæfni í starfi. Megináhersla lögð á að efla sjálfstraust gagnvart tækni og tölvum. Skilningur á grunnþáttum tölva er efldur […]
Menntastoðir – staðnám
Undirbúningsnám fyrir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og H.R. Auk þess má meta námið sem hluta af bóklegum greinum í iðnnámi. Lokamarkmið Menntastoða er fyrst og fremst að nemendur auki færni sína í þeim námsþáttum sem kenndir eru og geti þannig tekist á við nám við frumgreinadeild háskóla, þ.e. uppfylli viðmið á þrepi tvö.
Móttaka og miðlun
Fjallað um samskipti og þjónustu, notkun fjölbreyttra aðferða við að miðla upplýsingum, svo sem í gegnum samskiptamiðla og tölvupóst. Einnig er fjallað um orðspor fyrirtækja og traust viðskiptavina. Náminu er ætlað að styrkja starfshæfni og sjálfstraust þátttakenda ásamt því að koma til móts við þarfir atvinnulífsins.
Uppleið
Nám byggt á hugrænni atferlismeðferð (HAM) sem ætlað er að greiða leið þátttakenda til áframhaldandi náms og virkni með hvatningu og sjálfstyrkingu að leiðarljósi. Markmiðið er að auka færni til að takast á við hamlandi líðan með því að nýta aðferðir HAM í daglegu lífi og breyta þannig hugsun, tilfinningum og hegðun og í kjölfarið […]
Að lesa og skrifa íslensku
Námskeið fyrir fólk af erlendum uppruna þar sem lestur, ritun og tal eru þjálfuð með kennara. Nemendur læra íslenska stafrófið og þjálfa framburð, læra grunnorðaforða daglegs máls og einfalda setningagerð. Innsýn í íslenskt samfélag er fléttuð inn og í lokin er staða nemenda metin og þeim ráðlagt um áframhaldandi íslenskunám. Kennt er mánudaga frá kl: […]
Grunnmennt 1
Námsleið sem hentar vel þeim sem ekki hafa að fullu lokið grunnskólaprófi eða ekki verið lengi í námi. Ætlað fólki sem vill byggja upp haldgóða undirstöðu í kjarnagreinunum og undirbúa sig samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla í íslensku, stærðfræði og ensku og/eða dönsku. Grunnmennt 1 er undirbúningur fyrir Grunnmennt 2.
Społeczeństwo i kultura islandzka
Kurs „Społeczeństwo i kultura islandzka” jest przeznaczony dla imigrantów w celu ułatwienia aktywnego uczestnictwa w islandzkim społeczeństwie i na rynku pracy. Kurs obejmuje wgląd w ważne aspekty życia na Islandii i podstawowej wiedzy o Islandii, naukę języka islandzkiego oraz przygotowanie do poszukiwania pracy. Kurs jest prowadzony przez doświadczonych instruktorów i wykładowców z różnych instytucji; obejmuje […]
Menntastoðir
Undirbúningsnám fyrir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og Háskólans í Reykjavík. Einnig má meta námið til eininga í bóklegum greinum iðnnáms. Tveir áfangar eru kenndir í einu. Allir fyrirlestar teknir upp fyrirfram og aðgengilegir í gegnum netið. Tímar með kennara tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum. Hægt er að taka einn og einn áfanga.
Virkninámskeið
Námskeið sem miða að því að efla færni fólks í starfsendurhæfingu eða atvinnuleit. Námskeiðunum fylgir oft einstaklings- og hóparáðgjöf með stuðningi og eftirfylgni. Dæmi um námskeið: Sjálfsstyrking, starfsleit, upplýsingatækni, skapandi smiðjur, fjármálanámskeið, verkjameðferð og hugræn atferlismeðferð.
Menntastoðir – fjarnám
Menntastoðir eru undirbúningsnám fyrir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og H.R.Auk þess má meta námið sem hluta af bóklegum greinum í iðnnámi. Lokamarkmið Menntastoða er fyrst og fremst að nemendur auki færni sína í þeim námsþáttum sem kenndir eru og geti þannig tekist á við nám við frumgreinadeild háskóla, þ.e. uppfylli viðmið á þrepi tvö.
Menntastoðir
Nám ætlað þeim sem stefna á undirbúningsdeildir háskóla eða vilja efla hæfni sína í almennum bóklegum greinum. Grunnáfangar í íslensku, ensku, stærðfræði, upplýsingatækni og námstækni sem hentað geta fólki óháð búsetu eða með vinnu. Reglulegar vinnulotur og stoðtímar.
Stökkpallur
Á Stökkpalli er áhersla lögð á að byggja upp samskiptafærni, efla sjálfstraust og þjálfa nemendur til atvinnuþátttöku og áframhaldandi náms. Námið er ætlað þeim sem horfið hafa frá námi og/eða eru án atvinnu og er markmiðið að efla starfshæfni og gera nemendur meðvitaðri um eigin styrkleika.
Technical Literacy and Computer Skills
“Technical Literacy and Computer Skills: A Modern Work Environment” is intended to reach those individuals within adult education who are likely to stay behind in the labour market due to technological advances in the job market. The study is intended to be accessible and adapted to various activities, industries, and situations in the business world. […]
Grunnmennt
Grunnmennt er ætlað fólki, 18 ára og eldri, sem vill styrkja sig í kjarnagreinunum (íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku) og undirbúa sig undir frekara nám (sem dæmi Menntastoðir). Í náminu er auk þess lögð áhersla á mikilvæga námsþætti fyrir daglegt líf og störf, svo sem námstækni, sjálfstyrkingu, samskipti og tölvu- og upplýsingatækni. Námið hentar vel […]
Menntastoðir
Fyrsta skrefið í að ljúka framhaldsskóla! Nám fyrir 18 ára og eldri en þau sem ljúka námi í Menntastoðum með tilskyldum árangri geta sótt um í undirbúningsdeildir háskólanna, Keili, HR og Bifröst. Kennt er frá 8:30-15:30 alla virka daga en einnig í boði sem dreif- og fjarnám.
Menntastoðir
Nám sem veitir réttindi til að hefja nám á háskólabrú, háskólagátt eða í frumgreinadeildum háskóla. Dreifnám með staðlotum, þannig að það hentar fólki á öllu Suðurlandi allt frá Höfn í Hornafirði.