Tölvufærni og tæknilæsi

Markmið með náminu er að auka tæknilæsi og tölvufærni með það að leiðarljósi að efla hæfni fólks í starfi. Áhersla er á að gera nemendur færari í að takast á við breytingar sem orðið hafa í atvinnulífinu með tilkomu nýrrar tækni og tækja.

Tæknilæsi og tölvufærni

Nám fyrir fólk sem á erfitt með að halda í við þær breytingar sem ör tækniþróun hefur á störf og daglegt líf. Markmið er að auka tæknilæsi og tölvufærni þátttakenda með það að leiðarljósi að efla hæfni í starfi. Megináhersla lögð á að efla sjálfstraust gagnvart tækni og tölvum. Skilningur á grunnþáttum tölva er efldur […]

Komputerowe kursy

Kurs: „Rozeznanie techniczne i umiejętności komputerowe w nowoczesnym środowisku pracy” ma na celu dotarcie do tych osób, które prawdopodobnie pozostaną w tyle na rynku pracy ze względu na szybki postęp technologiczny. Badania i materiały mają być dostępne i dostosowane do różnych działań, branż i sytuacji w świecie biznesu. Ponadto program stara się przygotować uczestników na […]

Praktísk sköpun og miðlun

Ný námsleið um framleiðslu á efni fyrir hina ýmsu miðla. Námið er að miklu leyti verklegt þar sem þátttakendur læra helstu hugtök og aðferðir. Þátttakendur vinna mikið sem hópur en einnig er lögð áhersla á að hver og einn öðlist getu til að vinna sjálfstætt. Markmiðið er að nemendur fái aukna þekkingu og leikni til […]

Tölvur og upplýsingatækni

Fjölbreytt grunnnámskeið svo sem um almenna tölvunotkun, Excel, Google, Teams, hugarkort, myndvinnslu, Outlook, Powerpoint, Photoshop, Word og vefsíðugerð. Flest styttri vefnámskeið.

Tölvulæsi 60 +

Viska heldur námskeið í tölvu- og miðlalæsi fyrir 60 ára og eldri. Námskeiðin verða haldin um allt Suðurland og eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Miðað er við notkun spjaldtölvur eða snjallsíma á námskeiðinu.  Lögð verður áhersla á verklega kennslu sem miðast við hvern og einn. Hvert námskeið er 8 klukkustundir en kennt er tvær klukkustundir í […]

Fab-lab smiðja

Um 80 klukkustunda nám sem fer fram í tveimur lotum. Í fyrri lotu er lögð áhersla undirstöðu þekkingu og leikni á helstu tæki Fab Lab s.s. leiserskera, vínilskera og þrívíddarprentara og hvernig eigi að forvinna hönnun stafrænt svo henti hverju tæki. Í lotu tvö er áhersla á stafræna hönnun og hugmyndavinnu þar sem unnið er […]

Stafræn þróun

Ókeypis veffyrirlestrar um stafræna færni og menningarnæmi í tilefni 20 ára afmælis Starfsmenntar 2021. Lestrarnir eru þessir: Falsfréttir, samfélagsmiðlar og gervigreind – eitruð blanda fyrir framtíð lýðræðis? Upplýsingalæsi í daglegu lífi Menningarnæmi – vertu betri í að skilja ólíka menningarheima og lifa í samfélagi margbreytileikans Persónuvernd í stafrænu samfélagi Ógnir internetsins – láttu ekki hakka […]

Stafræna hæfnihjólið

Klukkustundar langt ókeypis námskeið á netinu ætlað þeim sem vilja efla stafræna hæfni sína. Námið er fyrst og fremst hugsað sem vitundarvakning og stuðningur til sjálfshjálpar í stafrænum heimi.

Gervigreind fyrir alla – Vefnám

Námskeið um grunnhugtök gervigreindar og hvernig henni er beitt í samfélaginu. Sex námsþættir sem sniðnir eru að þörfum þeirra sem vilja kynnast gervigreind án þess að fara djúpt í stærðfræðilegar forsendur og fá tækifæri til að leysa fjölbreytt verkefni.

Tæknilæsi og tölvufærni

Örar breytingar eru á vinnuumhverfi samtímans og mikil þörf á að fólk geti áttað sig á tæknibreytingum. Þau sem sitja námið öðlast aukna trú á eigin getu við vinnu í stafrænu umhverfi og geta þannig frekar haldið í við nýjungar í tækniheiminum. Auk almennrar tæknifærni og læsis er í náminu fjallað um stýrikerfi, skýjalausnir, sjálfvirkni […]

Gervigreind í þína þágu

Ókeypis vefnámskeið á íslensku fyrir almenning um grundvallaratriði gervigreindar; hvernig hún er búin til, hvaða áhrif hún gæti haft á störf eða daglegt líf og hvert stefnir. Markmið námskeiðsins er að sýna að gervigreind er hvorki leyndardómsfull né torskilin. Annars vegar er fjallað um fræðileg atriði og hins vegar eru æfingar úr námsefninu. Sveigjanlegur námshraði. […]

Technical Literacy and Computer Skills

“Technical Literacy and Computer Skills: A Modern Work Environment” is intended to reach those individuals within adult education who are likely to stay behind in the labour market due to technological advances in the job market. The study is intended to be accessible and adapted to various activities, industries, and situations in the business world. […]

Náms- og starfsráðgjöf