STARF

Vöruflutningabílstjóri

Vöruflutningabílstjórar starfa við flutninga á vörum, ýmist í eigin flutningabíl eða á vegum flutningafyrirtækis.

 Í starfi sem vöruflutningabílstjóri ertu í samskiptum við aðra bílstjóra en einnig þá sem senda og taka á móti vörum svo sem starfsfólk vöruafgreiðsla.

Helstu verkefni
  • sækja vörur áður en lagt er í ferð
  • flokka vörur eftir þyngd og tegund
  • sjá um viðhald á bíl
  • fylgjast með upplýsingum um sendingar, færð og veður
  • fylla út skráningarblöð og aðra pappíra
Hæfnikröfur

Í starfi vöruflutningabílstjóra er mikilvægt að þekkja vel til vega og umferðamerkinga. Mikilvægt er að geta unnið sjálfstætt og sýnt þolinmæði og kurteisi hvort tveggja í samskiptum við viðskiptavini sem og í umferðinni. Góð líkamleg heilsa skiptir einnig máli enda getur starfið verið líkamlega erfitt.

Námið

Til að geta starfað sem vöruflutningabílstjóri þarf að hafa viðeigandi ökuréttindi sem fara eftir stærð bílsins. Einnig er stundum gerð krafa um að bílstjóri hafi lokið svokölluðu ADR námskeiði sem ætlað er ökumönnum sem flytja hættulegan farm. Þá er oft gerð krafa um vinnuvélaréttindi, til dæmis á lyftara.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bílamálari

Flotastjóri

Flugumferðarstjóri

Flugvirki

Hlaðmaður

Hópferðabílstjóri

Sorphreinsunarbílstjóri

Starf á hjólbarðaverkstæði

Náms- og starfsráðgjöf