Vínþjónn sérhæfir sig í framreiðslu á víni og pörun víns og matar. Vínþjónar þekkja vel til jafnt léttra og sterkra vína og hvaða vín passa með hverjum rétti. „Sommelier“ er alþjóðlegt heiti yfir vínþjón.
Vínþjónar vinna gjarna á fínni veitingastöðum, hótelum og börum. Víða erlendis starfa vínþjónar einnig í tengslum við innflutning á víni sem og við greinaskrif um vín í blöðum og tímaritum.