STARF

Vefhönnuður

Vefhönnuðir setja upp vefsíður og vinna í virkni þeirra, efni og útliti. Ákveðin skörun getur verið á milli starfsheita á borð við vefhönnuð, vefmiðlara og vefforritara en þó starf vefhönnuða fari mikið fram í opnum og tilbúnum vefumsjónarkerfum er þekking á forritun talsverður kostur. Annars getur vinnudagurinn nokkuð stjórnast af því hvort unnið er sjálfstætt í beinum tengslum við viðskiptavini eða hjá stærri fyrirtækjum þar sem verkefnin felast fremur í vefsíðugerðinni sjálfri.

Helstu verkefni
  • Vefsíðugerð
  • Útlitshönnun
  • Könnun á virkni
  • Viðhald vefsíðna og vinnsla á efni
Hæfnikröfur

Í starfi sem vefhönnuður er mikilvægt að skilja þarfir notenda mismunandi vefsíðna og geta skipulagt efni og útlit með hliðsjón af því. Þar sem hröð þróun er á þessu sviði er nauðsynlegt að vera með puttann á púlsinum hvað varðar tæknilega möguleika sem og hvernig notendur leita eftir efni á netinu.

Samtök vefiðnaðarins

Byggt á Utdanning.no – Webdesigner

Námið

Diplómanám í stafrænni miðlun og nýsköpun er í boði við Háskóla Íslands og í Tækniakademíu Tækniskólans er einnig boðið upp á nám í að þróa, hanna og forrita veflausnir.

Annars geta vefhönnuðir átt sér margvíslegan bakgrunn, allt frá því að vera sjálflærðir í að hafa jafnvel stundað langskólanám í greinum á borð við vef- og margmiðlunarhönnun, grafíska hönnun eða forritun.

Tölvubrautir
Tölvunarfræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Forritari

Hljóðhönnuður

Kerfisfræðingur

Leikjaforritari

Ljósahönnuður

Tæknifræðingur

Tækniteiknari

Verkfræðingur

Náms- og starfsráðgjöf