Vaktstjóri á skyndibitastað eða kaffihúsi heldur utan um daglega verkstjórn og ber ábyrgð á staðnum í fjarveru yfirmanns. Vaktstjóri þarf að geta gengið í öll störf ásamt því að sjá til að verkferlum sé fylgt, svo sem á milli vakta eða við lokun.
Hlutverk vaktstjóra er að hafa yfirsýn, aðstoða samstarfsfólk þegar þess þarf og stuðla annars að vellíðan þeirra og öryggi á vinnustaðnum.
Vaktstjóri vinnur ýmist undir verslunarstjóra, veitingastjóra eða rekstrarstjóra.