Úrsmiður annast viðgerðir, viðhald og hreinsanir á úrum og klukkum. Úrsmiðir endurnýja eða smíða varahluti í gömul úr og klukkur, fóðra upp vegna slits, skipta um fjaðrir og skeyta saman ef þarf. Úrsmiðir veita einnig ráð við val á úrum og klukkum. Úrsmíði er löggilt iðngrein.
Úrsmiðir starfa á úrsmíðaverkstæðum og í sérverslunum.