STARF

Umönnun á hjúkrunarheimili

Starfsmaður við umönnun á hjúkrunarheimili aðstoðar við fjölbreyttar athafnir daglegs lífs til að hámarka lífsgæði íbúanna, viðhalda sjálfstæði þeirra og vellíðan. Meginhlutverk starfsins er þrenns konar; aðhlynning, samskipti og heimilisstörf, gjarnan í miklum tengslum við íbúa, aðstandendur og samstarfsfólk.

Á hjúkrunarheimilum er unnin vaktavinna undir leiðsögn deildarstjóra eða hjúkrunarfræðings.

Helstu verkefni
  • sinna reglubundnu eftirliti og svara bjöllum
  • gefa lyf og aðstoða við næringu og vökvainntöku
  • þátttaka í daglegu lífi, tómstundum og þjálfun
  • upplýsingagjöf til aðstandenda
  • halda umhverfi snyrtilegu, s.s. ganga frá þvotti, þrífa og búa um rúm
Hæfnikröfur

Í umönnunarstarfi á hjúkrunarheimili er nauðsynlegt að halda fullri athygli og sýna aðgæslu í öllum þáttum starfsins. Unnið er eftir ákveðnum verklags- og öryggisreglum en einnig þarf að geta lagað sig að breytilegum þörfum íbúa og unnið með umhyggju og virðingu að leiðarljósi.

Starfsmaður á hjúkrunarheimili þarf að gæta trúnaðar og skrifa undir ákvæði um þagnarskyldu.

Starfaprófílar FA

Námið

Ekki er gerð formleg krafa um menntun til starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum en ýmis konar starfstengd námskeið kunna að vera í boði.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Áfengis- og vímuvarnarráðgjafi

Augnlæknir

Dýralæknir

Félagsráðgjafi

Fótaaðgerðafræðingur

Geðlæknir

Geislafræðingur

Heilbrigðisfulltrúi

Náms- og starfsráðgjöf