STARF

Umhverfisfræðingur

Umhverfisfræðingar starfa meðal annars við rannsóknir til að bera kennsl á, minnka eða stoppa upptök mengunar eða annarrar hættu í umhverfinu. Umhverfisfræðingur vinnur með vísindalegar upplýsingar, oft úr mismunandi fræðigreinum, og byggir á þeim tillögur að aðgerðum í umhverfismálum.

Umhverfisfræðingur getur unnið sjálfstætt, hjá einkafyrirtækjum eða hinu opinbera. Sem umhverfisfræðingur gætirðu til dæmis unnið hjá Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, sveitarfélögum, á vísinda- og rannsóknarstofnunum eða í ráðgjafarfyrirtækjum.

Helstu verkefni
  • endurskoða og innleiða reglur, stefnur og staðla í umhverfismálum
  • greina og útskýra gögn, til dæmis um útblásturs-, vatns og loftmengun
  • upplýsingagjöf til almennings og opinberra stofnanna
  • ráðgjöf um stefnumótun og framkvæmdir
  • umhverfiseftirlit og rannsóknir á umhverfislagabrotum
  • rannsóknir sem meta umhverfisáhrif verkefna
Hæfnikröfur

Umhverfisfræðingur þarf að hafa mikla þekkingu á umhverfi og náttúru sem og áhuga á umhverfis- og náttúruvernd. Góð þekking á raunvísindagreinum er nauðsynleg auk skipulagshæfileika og getu til að stjórna og bera ábyrgð á verkefnum. Í umhverfisfræði er einnig sívaxandi áhersla á samvinnu ólíkra fræðigreina þar sem þekkingu á til dæmis hagfræði og félagsfræði er tvinnað saman við hefðbundnari náttúru- og umhverfisfræði.

Félag umhverfisfræðinga á Íslandi

Námið

Nám í náttúru- og umhverfisfræði við Landbúnaðarháskólann tekur þrjú ár og lýkur með BS – gráðu. Einnig er í boði nám til meistaragráðu. Við Háskóla Íslands eru námsleiðir í umhverfis- og auðlindafræði, bæði viðbótardiplóma og til meistaragráðu auk námsleiða í umhverfis- og byggingarverkfræði.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Fornleifafræðingur

Jarðfræðingur

Landfræðingur

Líffræðingur

Stjörnufræðingur

Veðurfræðingur

Náms- og starfsráðgjöf