STARF

Umboðsmaður

Umboðsmenn sjá um að koma skjólstæðingum sínum á framfæri og stuðla að farsæld þeirra í starfi. Starfið felst í að sinna hagsmunum listamanna, skapa og vernda þá ímynd sem við á hverju sinni. Starfsumhverfi umboðsmanna getur verið nokkuð ólíkt. Algengast er að umboðsmenn vinni við sviðslistir á borð við tónlist, leiklist og kvikmyndir en einnig er til dæmis unnið fyrir myndlistar- og íþróttafólk.

Í starfi sem umboðsmaður ertu í talsverðum samskiptum við útgefendur, umboðsskrifstofur, höfundaréttarsamtök og bókunarskrifstofur auk þess sem talsvert getur verið um ferðalög til dæmis í kringum skipulagningu á viðburðum og við samningagerð.

Helstu verkefni
  • almenn samskipti við skjólstæðing
  • gerð fjárhagsáætlana og samningagerð
  • fara á ráðstefnur; hitta fólk og mynda tengsl
  • skipuleggja viðburði
  • kynningarmál og umsjón með fjölmiðlaumfjöllun
  • ráðningar á aðstoðarfólki
Hæfnikröfur

Umboðsmenn þurfa að búa yfir skipulagshæfileikum auk áhuga og þekkingu á þeirri grein sem um ræðir hverju sinni. Mikilvægt er að eiga gott með að vinna með öðrum auk þess sem þekking á tölvuvinnslu, fjármálum og bókhaldi eru æskilegir eiginleikar umboðsmanns.

Námið

Ekki er í boði sérstakt nám fyrir umboðsmenn í íslenska skólakerfinu en slíkt má læra í skólum erlendis.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Áhrifavaldur

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Bóksali

Búningagerðarmaður

Búningahönnuður

Dansari

Danshöfundur (kóreógraf)

Danskennari

Náms- og starfsráðgjöf