Tölfræðingar vinna við að túlka og miðla tölfræðigögnum, fylgjast með þróun þeirra og mæla áhrif. Unnið er við útreikninga og stærðfræðilegar greiningar til að leysa ýmiss konar vandamál, oftast með aðstoð tölvutækni.

Hugtakið gagnavísindi er oft notað um notkun tölfræði og vélræns náms til að öðlast þekkingu og leysa vandamál út frá miklu magni gagna úr tölvukerfum. Hægt er að sérhæfa sig á ýmsum sviðum. Innan líffræði og læknisfræði er til dæmis hægt að greina ferla og vinna með tölfræði úr mælingum og í tryggingageiranum eru gerðir líkindaútreikningar.

Starfssvið tölfræðinga getur verið víðfeðmt, til dæmis í læknisfræði, félagsvísindum, iðnaði, fjármálum, opinberri stjórnsýslu eða í tengslum við rannsóknir, bæði hjá opinberum stofnunum og í einkageiranum.

Helstu verkefni

– greina og túlka gögn
– nýta stærðfræðilíkön til að greina óvissu eða tilviljanir
– greina flókin orsakasambönd
– stærðfræðilíkön og áhættugreiningar
– ráðleggja hvaða gögnum og hve miklu skuli safnað
– skrifa skýrslur og vísindagreinar
– halda námskeið og fyrirlestra um tölfræði

Hæfnikröfur

Tölfræðingar þurfa að hafa áhuga á stærðfræði og margvíslegum hagnýtum útreikningum. Gott er að búa yfir skipulagshæfileikum, nákvæmni og geta hugsað skapandi og lausnamiðað. Þá er mikilvægt að geta útskýrt og miðlað hlutum á einfaldan hátt í ræðu og riti ásamt því að búa yfir hæfileikum í samskiptum.

Tölfræði er í stöðugri þróun með sífellt nýjum úrlausnarefnum. Tölfræðingar þurfa því að fylgjast vel með nýjum sviðum og aðferðum.

Byggt á Utdanning.no – Statistiker

Námið

Það er ýmislegt í boði enda hægt að sérhæfa sig í tölfræði innan margra fræðasviða, svo sem stjórnmálafræði eða félagsfræði. Við Háskóla Íslands er námsleið til meistaragráðu í tölfræði í framhaldi af BS – prófi og í Háskólanum í Reykjavík er í boði meistaranám í gagnavísindum.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Aðstoð í verslun

Afbrotafræðingur

Áhrifavaldur

Almannatengill

Bókari

Bókmenntafræðingur

Bóksali

Bréfberi

Náms- og starfsráðgjöf