STARF

Þjónustufulltrúi

Þjónustufulltrúi í fyrirtæki veitir viðskiptavinum þess margvíslega þjónustu og ber ábyrgð á því að erindi komist í réttan farveg. Í starfinu felst að svara viðskiptavinum á staðnum, í síma eða rafrænum miðlum, móttaka erindi þeirra, miðla áfram og skrá niður. Þjónustufulltrúi sinnir einnig ráðgjöf og/eða upplýsingagjöf til viðskiptavina og eftir atvikum sölu á þjónustu, reikningagerð og uppgjöri.

Þjónustufulltrúi vinnur undir leiðsögn yfirmanns og eftir fyrir fram ákveðnum verkferlum og reglum.

Helstu verkefni
  • móttaka viðskiptavina
  • símsvörun og samskipti
  • ráðgjöf, upplýsingagjöf og aðstoð
  • fundaumsjón
  • skjala- og gagnaumsýsla
  • birgðahald og innkaup á skrifstofuáhöldum
Hæfnikröfur

Þjónustufulltrúi þarf að hafa góða almenna þekkingu á innviðum viðkomandi fyrirtækisins,  vörum þess og þjónustu ásamt því að fylgja lögum og reglum varðandi meðferð trúnaðarupplýsinga.

Starfaprófílar FA 

Námið

Ekki er gerð formleg krafa um menntun til starfs þjónustufulltrúa en ýmis konar starfstengt nám eða námskeið kunna að vera í boði.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókari

Bréfberi

Gjaldkeri í banka

Gull- og silfursmiður

Launafulltrúi

Skrifstofufulltrúi

Starf í vöruhúsi

Viðskiptafræðingur

Náms- og starfsráðgjöf