Tannsmiður vinnur við að setja gervigóma, lausa tannhluta, brýr, krónur og tannplant í stað skemmdra og brottnuminna tanna. Alla jafna tekur tannlæknir fyrst mót af gómi og tönnum en tannsmiður smíðar síðan tennur og góma með hliðsjón af gifsmódeli. Tannsmiðir vinna ýmist með plast, málm eða postulín. Tannsmiðir eru löggilt heilbrigðisstétt.
Tannsmiður getur sérhæft sig í ákveðnum viðfangsefnum en er oftast í samstarfi við tannlækni og aðstoðar til dæmis við að taka mát og máta tanngervi í viðskiptavini. Í starfinu eru notuð ýmis tæki og verkfæri svo sem slípitæki, bithermir, brennsluofnar, hnífar, tangir og hamrar.