STARF

Tannlæknir

Tannlæknar greina meðfædda galla og áunna sjúkdóma í munni og vinna gegn slíkum sjúkdómum. Í starfinu felst að stuðla að almennri tannvernd með ráðgjöf og kennslu um tannhirðu og tannhreinsun en meðhöndla einnig tannsjúkdóma með ýmsum aðferðum. Í starfi sínu styðjast tannlæknar gjarnan við röntgenmyndir af tönnum og kjálkum við greiningu. Tannlæknar eru löggilt heilbrigðisstétt.

Tannlæknir getur rekið eigin tannlæknastofu, stundað rannsóknir og kennslu eða stjórnað tannvernd á vegum ríkis og sveitarfélaga. Margir tannlæknar sérhæfa sig á einu eða fleirum sérsviða í greininni svo sem barnatannlækningum eða tannréttingum.

Helstu verkefni
  • viðtöl við sjúkling og almenn skoðun
  • meðhöndlun tannskemmda
  • tannsteinshreinsun og meðhöndlun tannvegssjúkdóma
  • ísetning gull- og postulínskróna, brúa og gervigóma
  • meðhöndlun tann- og bitskekkju
Hæfnikröfur

Tannlæknar fá starfsleyfi frá landlækni og þurfa að hafa lokið kandídatsprófi í tannlækningum. Viðbótarkröfur eru fyrir sérfræðileyfi á 12 mismunandi sérsviðum. Tannlæknir þarf að geta borið ábyrgð á þeirri tannlæknisfræðilegu greiningu og meðferð sem veitt er auk þess sem mikilvægt er að virða þagnarskyldu þegar við á.

Tannlæknafélag Íslands

Námið

Kandídatsnám í tannlæknisfræði er sex ára háskólanám til Cand.odont-próf við tannlæknadeild Háskóla Íslands. Við deildina er einnig í boði rannsóknatengt framhaldsnám.

Tannlæknisfræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Geislafræðingur

Lífeindafræðingur

Lyfjafræðingur

Náms- og starfsráðgjöf