Talmeinafræðingar vinna að greiningu á mál- og talmeinum og veita meðferð. Sem dæmi má nefna frávik í málþroska og framburði, stam, raddveilur, tjáningarerfiðleika eftir heilablóðfall og kyngingartregðu. Einnig meta talmeinafræðingar þörf fyrir og veita þjálfun í óhefðbundnum tjáskiptaleiðum. Talmeinafræðingar eru löggilt heilbrigðisstétt.

Í starfi sem talmeinafræðingur eða talkennari gætir þú starfað í skólum, á sjúkrahúsum, endurhæfingar- og greiningarstöðvum eða á eigin stofu. Unnið er í nánu samstarfi við kennara, lækna og aðrar uppeldis- og heilbrigðisstéttir. Skjólstæðingar eru á öllum aldri, allt frá ungabörnum til aldraðra.

Helstu markmið:

  • auka málskilning og máltjáningu
  • stuðla að bættum boðskiptum
  • styrkja talfæri og leiðrétta framburð
  • auka málfærni og málvitund
  • draga úr raddvandamálum, stami, þvoglumæli og lestrarörðugleikum

Talmeinafræðingar og talkennarar geta sérhæft sig á ýmsum sviðum innan talmeinafræði svo sem í talþjálfun ungra barna, þroskafrávikum, lesröskunum, raddþjálfun, málstoli, kyngingaörðugleikum eða stami.

Helstu verkefni
  • greining á málþroska með tal- og/eða málþroskaprófi
  • gerð meðferðaráætlana
  • ráðgjöf þar sem fylgt er eftir niðurstöðum greininga
Hæfnikröfur

Talmeinafræðingar fá starfsleyfi frá landlækni og þurfa að hafa lokið meistaragráðu í talmeinafræði á háskólastigi og sex mánaða verklegri þjálfun. Talmeinafræðingur þarf að geta borið ábyrgð á þeirri greiningu og meðferð sem veitt er auk þess sem mikilvægt er að þekkja faglegar takmarkanir og virða þagnarskyldu þegar við á.

Félag talkennara og talmeinafræðinga

Námið

Námsbraut í talmeinafræði er innan læknadeildar Háskóla Íslands. Um er að ræða tveggja ára þverfaglegt nám á meistarastigi að loknu þriggja ára grunnnámi.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Áfengis- og vímuvarnarráðgjafi

Augnlæknir

Danskennari

Dýralæknir

Félagsráðgjafi

Fótaaðgerðafræðingur

Framhaldsskólakennari

Geðlæknir

Náms- og starfsráðgjöf