Stuðningsfulltrúar á sambýlum aðstoða þá sem þurfa á sérhæfðri aðstoð að halda við athafnir daglegs lífs; heimilishald, umgengni og tómstundir. Unnið er með fólki með fatlanir, geðræna sjúkdóma og öðrum þeim sem þurfa stuðnings við til lengri eða skemmri tíma.
Störf stuðningsfulltrúa á sambýlum geta verið talsvert mismunandi vegna ólíkra þarfa skjólstæðinga. Stuðningsfulltrúar vinna oftast með öðru fagfólki og sérfræðingum þar sem ákvarðanir eru teknar um meðferðarform, skipulag og áætlanir.