STARF

Stjörnufræðingur

Stjörnufræðingar eða stjarneðlisfræðingar stunda rannsóknir á því sem fram fer utan lofthjúps jarðar. Rannsóknir þeirra snúa að uppruna, gerð, hreyfingum og þróun sólkerfa, pláneta, vetrarbrauta, stjarna og annarra fyrirbæra himingeimsins.

Stjörnufræði byggir á eðlis- og stærðfræði þar sem hátæknivædd verkfæri eru notuð til að safna saman gríðarlegu magni upplýsinga og greina með aðstoð tölvuforrita  sem herma eftir hreyfingum og þróun úti í hinum risastóra alheimi.

Flestir stjörnufræðingar starfa við háskóla eða tengdar rannsóknarstofnanir svo sem í tengslum við veðurfræði. Einnig geta stjörnufræðingar til dæmis unnið við raungreinakennslu á framhaldsskólastigi.

Helstu verkefni
  • upplýsingaöflun og greiningarvinna
  • kennsla og rannsóknir
  • ritstörf
Hæfnikröfur

Störf sem tengjast stjörnufræði krefjast mikils áhuga á raungreinum og tækni, sér í lagi stærðfræði og eðlisfræði. Mikilvægt er að hafa auga fyrir smáatriðum og skipulagi þar sem strangar kröfur eru gerðar til  nákvæmni og trúverðugleika í greininni.

Stjörnufræðivefurinn

Að mestu byggt á Utdanning.no – Astronom

Námið

Við Háskóla Íslands er í boði námsleið til BS gráðu í eðlisfræði með áherslu á stjarnvísindi. Til að starfa sem stjörnufræðingur þarf oftast að ljúka grunn- eða meistaranámi í háskóla og doktorsnámi til að stunda rannsóknir á háskólastigi.

Eðlisfræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Kerfisfræðingur

Leikjaforritari

Stærðfræðingur

Veðurfræðingur

Þjóðfræðingur

Náms- og starfsráðgjöf