STARF

Starf við þvotta og þrif

Störf við þrif og þvotta á gisti- og veitingahúsum felast í þrifum á líni, herbergjum og húsnæði, hvort tveggja við brottför og á meðan dvöl stendur.

Sem starfsmaður við þvotta og þrif vinnurðu gjarnan vaktavinnu, miðlar upplýsingum á milli vaktastarfsmanna og hefur umsjón með herbergjum samkvæmt gátlistum og skilgreindum verklýsingum.

Helstu verkefni
  • þrif á göngum og sameiginlegu rými
  • þvottur á og umsjón með líni
  • umsjón með birgðum, tækjum og búnaði
  • bregðast við fyrirspurnum viðskiptavina
Hæfnikröfur

Starfsmaður við þvotta og þrif þarf hvort tveggja að geta unnið sjálfstætt og sem hluti af teymi. Samviskusemi er góður kostur sem og að geta farið eftir skilgreindum verkferlum. Þá er mikilvægt að hafa góða þekkingu á þeim efnum og vörum sem unnið er með.

Námið

Ekki er gerð formleg krafa um menntun í starfinu en ýmis starfstengd námskeið kunna að vera í boði svo sem í tengslum við Menntaskólann í Kópavogi eða Mími – símenntun.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Ferðaþjónn

Flotastjóri

Flugumferðarstjóri

Landfræðingur

Starf í móttöku

Náms- og starfsráðgjöf