STARF

Starf við skjalaumsjón

Skjalaumsjón snýst um að halda skipulagi á skjölum og stýra þeim í ákveðinn farveg innan viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar. Starfsmaður í skjalaumsjón tekur því á móti skjölum, skannar þau, skráir og gengur frá samkvæmt fyrir fram gefnum lögum og kerfum.

Störf sem tengjast skjalavörslu er víða að finna bæði hjá einkafyrirtækjum og hinu opinbera. Alla jafna er unnið undir leiðsögn ábyrgðaraðila viðkomandi skjalasafns.

Helstu verkefni
  • skjalamóttaka – rafrænt og á pappír
  • skanna skjöl inn í skjalakerfi
  • skjalaleit og ráðgjöf fyrir viðskiptavini
  • frágangur á gögnum
  • pakka skjölum til varðveislu
  • grisja skjöl og útbúa geymsluskrár samkvæmt áætlunum
Hæfnikröfur

Í starfi við skjalavörslu reynir á skipulagshæfileika og öguð vinnubrögð en auk þess er mikilvægt að virða trúnað við fyrirtæki og viðskiptavini. Góð tölvuþekking er æskileg enda meðferð rafrænna gagna stór hluti starfsins. Einnig þarf að búa yfir þekkingu á reglum Þjóðskjalasafns um frágang og varðveislu gagna ásamt helstu lögum og reglugerðum sem tengjast skjalaumsjón.

Starfaprófílar FA

Námið

Ekki er gerð formleg krafa um menntun til starfa við skjalavörslu. Á háskólastigi er í boði nám í skjalfræði á vegum Háskóla Íslands (sjá starf skjalavarðar).

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Skjalavörður

Náms- og starfsráðgjöf