Í starfi við upplýsingatækni eru helstu hugbúnaðarlausnir nýttar til að uppfæra, hýsa og miðla efni á vefmiðlum, í gagnagrunnum og skráarkerfum, sjá um breytingar á stillingum kerfa og aðstoða samstarfsfólk, til dæmis við að flytja gögn á milli kerfa eða úr einu formi í annað.

Helstu verkefni
  • almenn tæknileg aðstoð
  • aðgangsstýring gagna
  • viðhald heimasíðu; brotnir tenglar, efnisinnsetning, töflur, myndefni
  • uppfærsla og miðlun upplýsinga á vefmiðlum eða í gagnagrunnum
  • gagnaflutningur á milli kerfa
  • umbreyta skjölum á milli skráarforma

Starfið getur farið fram á afar fjölbreyttum vettvangi bæði hjá einkafyrirtækjum og stofnunum, til dæmis í þjónustuveri eða jafnvel afmarkast af því að veita þjónustuna í gegnum síma.

Hæfnikröfur

Í starfinu er mikilvægt að hafa góða innsýn í upplýsingatækni á hverjum tíma og viðhalda þeirri þekkingu.  Unnið er samkvæmt verklagi um öryggi upplýsingakerfa þar sem tryggja þarf að meðferð, birting og hýsing upplýsinga og gagna sé í samræmi við reglur og gildandi lög. Einnig þarf í starfinu að geta séð til þess að verkefnum sem ekki er hægt að leysa í fyrstu snertingu sé beint í réttan farveg.

Starfaprófílar FA 

Námið

Ekki er gerð formleg krafa um menntun en ýmsar námsleiðir eru í boði, svo sem á tölvubrautum á framhaldsskólastigi eða námskeið á vegum símenntunarmiðstöðva og einkaaðila.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Áhrifavaldur

Almannatengill

Blaða- og fréttamaður

Blaðberi

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Bókbindari

Bóksali

Bréfberi

Náms- og starfsráðgjöf