STARF

Starf í skógrækt

Verkefni skógarmanna og starfsmanna í skógrækt eru nokkuð breytileg eftir árstíðum. Í starfinu felst til dæmis að gróðursetja tré og plöntur, hirða skóginn, taka þátt í grisjun og taka á móti þeim sem kynnast vilja skógrækt á Íslandi.

Í starfi við skógrækt gætirðu unnið undir verkstjórn skógtæknis eða sambærilegs sérfræðings og jafnvel verið falin tímabundin mannaforráð sem flokksstjóri eða verkstjóri sumarstarfsfólks.

Helstu verkefni
  • gróðursetning og sáning
  • áburðargjöf og umhirða plantna
  • grisja skóg og flytja timbur
  • umsjón svæða svo sem sláttur, girðingavinna og viðhald gönguleiða
  • móttaka og leiðsögn (til dæmis kynningar fyrir skóla)
  • vinnsla og sala skógarafurða
  • einfalt viðhald tækja og véla
Hæfnikröfur

Skógarmaður þarf að vera vel á sig kominn líkamlega og kunna rétta líkamsbeitingu við þau störf sem unnin eru. Einnig er mikilvægt að þekkja helstu trjátegundir sem notaðar eru í skógrækt hér á landi.

Í skógrækt eru notuð ýmsar vélar og verkfæri svo sem keðjusagir, kjarrsagir og vinnuvélar auk dráttarvéla og tengdra tækja. Skógarmaður þarf að sjá um val á viðeigandi verkfærum og hafa réttindi á þau tæki sem notuð eru.

Skógræktarfélag Íslands

Námið

Í Landbúnaðarháskóla Íslands er í boði fagdeild skógar og náttúru og námsbrautir sem veita þekkingu á störfum sem lúta að skógrækt og umönnun umhverfis.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Blómaskreytir

Búfræðingur

Dýralæknir

Fiskeldisfræðingur

Fornleifafræðingur

Hestasveinn

Jarðfræðingur

Landfræðingur

Náms- og starfsráðgjöf