Verkefni skógarmanna og starfsmanna í skógrækt eru nokkuð breytileg eftir árstíðum. Í starfinu felst til dæmis að gróðursetja tré og plöntur, hirða skóginn, taka þátt í grisjun og taka á móti þeim sem kynnast vilja skógrækt á Íslandi.
Í starfi við skógrækt gætirðu unnið undir verkstjórn skógtæknis eða sambærilegs sérfræðings og jafnvel verið falin tímabundin mannaforráð sem flokksstjóri eða verkstjóri sumarstarfsfólks.