STARF

Starf í matvælaiðnaði

Almenn störf í matvælaiðnaði tengjast að jafnaði framleiðslu og/eða pökkun á matvælum og fara oftast fram undir stjórn verkstjóra eða sambærilegs stjórnanda. Unnið er eftir fyrir fram ákveðnu verklagi og í samræmi við skilgreinda gæðaferla.

Helstu verkefni
  • móttaka á vörum og hráefni
  • vinnsla og blöndun hráefna
  • vigtun, umbúðapökkun og frágangur
  • merkingar, útprentanir og afgreiðsla
  • skráning, flutningspappírar og fylgibréf
  • umsjón með tækjum og búnaði
  • tiltekt og þrif
  • akstur og dreifing
Hæfnikröfur

Í matvælaiðnaði skiptir miklu að geta fylgt reglum varðandi hreinlæti, öryggi og umgengni við vélar og búnað auk þess að þekkja viðkomandi hráefni og afurðir og þá hættu sem  falist getur í rangri meðferð.

Ef um er að ræða viðkvæma vöru á borð við dýraafurðir þarf að þekkja vel til þeirra þátta sem hafa áhrif á gæðin. Einnig þarf í einhverjum tilvikum að hafa tilskilin réttindi á vélar og tæki.

Starfaprófílar FA

Námið

Ekki er gerð formleg krafa um menntun en ýmsar námsleiðir eru í boði, svo sem á matvælabrautum á framhaldsskólastigi eða námskeið á vegum símenntunarmiðstöðva og einkaaðila.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bakari

Barþjónn

Dyravörður

Flokkstjóri í fiskvinnslu

Framreiðslumaður

Gæðaeftirlitsmaður

Gæðastjóri

Kaffibarþjónn

Náms- og starfsráðgjöf