STARF

Snyrtifræðingur

Snyrtifræðingur vinnur við að hreinsa, nudda og snyrta andlit, hendur, fætur og líkama. Einnig felst starfið í förðun, ráðgjöf við val á snyrtivörum og fræðslu í sambandi við umhirðu og hreinsun húðar. Nokkur hluti starfsins felst í að farða andlit; lýtaförðun eða almenna förðun, svo sem dag-, brúðar-, ljósmynda-, tísku- og samkvæmisförðun. Snyrtifræði er löggilt iðngrein.

Önnur helstu verkefni:

  • andlitsböðun og húðhreinsun
  • lita augnhár og augabrúnir
  • fjarlægja andlits- og líkamshár, sigg og dauða húð
  • greina ástand húðar og ákveða meðferð
  • móta, lakka og snyrta neglur og naglabönd
  • hand- og fótanudd

Í starfi sem snyrtifræðingur gætirðu unnið á snyrtistofum, í snyrtivöruverslunum eða við kynningar- og verslunarstörf. Einnig er hægt að sérhæfa sig í förðun í leikhúsi, sjónvarpi eða kvikmyndum.

Helstu verkefni
Hæfnikröfur

Snyrtifræðingar vinna í náinni snertingu við fólk og farða fyrir mismunandi tilefni. Mikilvægt er að geta útskýrt árangur meðferðar, veitt ráðgjöf um framhaldsmeðferð og vísa til lækna eða annarra sérfræðinga ef með þarf.

Snyrtifræðingur þarf að þekkja eiginleika þeirra efna sem notuð eru í faginu, kunna að beita hitameðferð og nota viðeigandi rafmagnstæki. Mikilvægt er að gæta varúðar við meðferð og notkun efna og áhalda og hafa grunnþekkingu á húðsjúkdómum, ofnæmisviðbrögðum og einkennum sykursýki.

Félag íslenskra snyrtifræðinga

Námið

Snyrtibraut er í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Um er að ræða þriggja ára námsbraut, tveggja anna bóklegt nám, fjögurra anna verklegt auk starfsþjálfunar. Einnig er grunnnámsbraut hár- og snyrtigreina við Menntaskólann á Ísafirði.

Snyrtifræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Blómaskreytir

Búningagerðarmaður

Búningahönnuður

Fatahönnuður

Fatatæknir

Förðunarmeistari

Gull- og silfursmiður

Hársnyrtir

Náms- og starfsráðgjöf