Starf slátrara felst í að hafaumsjón með slátrun á helstu búfjártegundum og fuglum til manneldis. Slátrari annast framkvæmd og stjórnun sérhæfðra verkþátta á borð við deyfingu, aflífun, fláningu, snyrtingu og verkun sláturafurða.

Slátrari þarf einnig að geta skipulagt flutning og móttöku sláturdýra að sláturhúsi í samræmi við lög sem varða dýravernd, öryggi, gæði, hreinlæti og sóttvarnir.

Helstu verkefni
  • umsjón með að slátrun og frágangur sé í samræmi við lög og reglugerðir
  • eftirlit með meðferð kjöts eftir slátrun
  • grófbrytja og ganga frá kjöti í geymslu
  • heilbrigðis- og gæðamat á kjöti
Hæfnikröfur

Slátrari þarf að þekkja vel til meðhöndlunar og slátrunar sláturdýra, búnaðar sláturhúsa og meðferðar tækja og verkfæra sem tengjast starfinu. Sem slátrari þarftu að kunna á meðferð kjöts eftir slátrun, kælingu og frystingu og þekkja áhrif þessara þátta á geymsluþol og gæði.

Námið

Nám slátrara er um tveggja ára nám á framhaldsskólastigi. Kjötiðn er kennd í Menntaskólanum í Kópavogi og Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Kjötiðn
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Gæðaeftirlitsmaður

Kjötskurðarmaður

Matvælafræðingur

Mjólkurfræðingur

Næringarfræðingur

Starf í eldhúsi

Náms- og starfsráðgjöf