STARF

Skrúðgarðyrkjufræðingur

Skrúðgarðyrkjufræðingur starfar við nýframkvæmdir, uppbyggingu og viðhald í görðum. Einnig er veitt ráðgjöf um garðplöntur og garðrækt. Skrúðgarðyrkja er löggilt iðngrein.

Í starfi sem skrúðgarðyrkjufræðingur gætirðu sinnt eigin rekstri, unnið hjá sjálfstætt starfandi skrúðgarðyrkjumeistara eða hjá bæjar- og sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum.

Helstu verkefni
  • umhirðuáætlanir fyrir græn svæði
  • mótun lands fyrir uppbyggingu garða
  • leggja hellur og planta út trjám
  • hleðslur bæði úr náttúrugrjóti og steyptum einingum
  • trjá- og runnaklippingar
  • illgresiseyðing, sláttur og mosatæting
  • úðun og áburðargjöf
  • ráðgjöf um garðrækt og val á garðplöntum
Hæfnikröfur

Skrúðgarðyrkjufræðingur þarf að hafa sérþekkingu á jarðvegs- og yfirborðsefnum í skrúðgarðyrkju, lífrænum og ólífrænum. Mikilvægt er að þekkja meðferð helstu tegunda garðplantna fyrir íslenskar aðstæður, algengustu skaðvalda í garðrækt og mótvægisaðgerðir gegn þeim.

Í starfinu eru notuð ýmis verkfæri og garðyrkjuáhöld en einnig sérhæfðari tæki á borð við jarðvegsþjöppu, hellusagir og tæki til að úða gegn skordýrum og illgresi, auk vélakosts.

Félag skrúðgarðyrkjumeistara

Námið

Nám í skrúðgarðyrkju er þriggja ára nám á framhaldsskólastigi og verður frá hausti 2022 kennt á vegum Fjölbrautaskóla Suðurlands en áfram í húsnæði Landbúnaðarháskólans að Reykjum í Ölfusi. 

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Skrúðgarðyrkja
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Arkítekt

Blómaskreytir

Búfræðingur

Byggingafræðingur

Byggingaverkamaður

Dýralæknir

Fiskeldisfræðingur

Fornleifafræðingur

Náms- og starfsráðgjöf