Störf skólaliða tengjast velferð og vellíðan nemenda í grunnskólum þar sem nemendum er sinnt í margskonar aðstæðum. Skólaliðar gæta nemenda og leiðbeina þeim auk þess að sjá um ræstingar og þrif. Skólaliðar sinna nemendum inni sem úti, taka þátt í vettvangsferðum, veita nemendum með sérþarfir aðstoð og sitja yfir í prófum.

Í starfi sem skólaliði umgengst þú ólíka einstaklinga á öllum aldri og sinnir margbreytilegum verkefnum. Mikil samskipti eru við börn, foreldra, kennara og annað starfsfólk grunnskólans.

Helstu verkefni
  • aðstoða í eldhúsi og í matartímum nemenda
  • annast gæslu og eftirlit á göngum og í búningsklefum
  • sinna frímínútnagæslu úti og inni
  • aðstoða nemendur með fatnað ef með þarf
  • halda húsnæði skóla hreinu og hafa umsjón með hreingerningartækjum
  • aðstoða við uppröðun og tilfærslu á húsgögnum
  • fylgja nemendum á milli kennslusvæða
Hæfnikröfur

Skólaliði þarf að geta hjálpað börnum í leik og starfi, leiðbeint þeim um góða umgengni auk þess að sjá um ræstingu á skólahúsnæði. Skólaliðar eru í mikilvægu hlutverki sem fyrirmyndir barna, þurfa að geta lesið í aðstæður og brugðist fljótt og vel við þegar þörf er á. Góð samskiptafærni og umhyggja eru miklir kostir í starfinu. Gott er einnig að geta veitt fyrstu hjálp ef slys ber að höndum.

Námið

Uppeldis- og þjónustubrautir hafa verið kenndar í Verkmenntaskóla Austurlands og Borgarholtsskóla. Meðalnámstími er eitt ár að meðtalinni sex vikna starfsþjálfun.

Raunfærnimat og/eða skólaliðabrú kann einnig að vera í boði, ætlað þeim sem hafa starfsreynslu eða fyrra nám til að byggja á.

Skólaliðanám
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Danskennari

Einkaþjálfari

Félags- og tómstundaliði

Félagsráðgjafi

Flokkstjóri í vinnuskóla

Framhaldsskólakennari

Grunnskólakennari

Heimahlynning

Náms- og starfsráðgjöf