Skógtæknir eða garðyrkjufræðingur á sviði skógar og náttúru starfar við ræktun, umhirðu og hagnýtingu skóglendis og trjáreita og umsjón útivistarsvæða. Starfið felur í sér framkvæmdir, eftirlit, verkstjórn og fræðslu á sviði landbóta; skógræktar og náttúruverndar.
Í starfi sem skógtæknir gætirðu starfað sjálfstætt, hjá verktakafyrirtæki, skógræktarfélögum, Skógrækt ríkisins, landshlutabundnum skógræktarverkefnum eða hjá sveitarfélögum, skógarbændum og öðrum landeigendum.