STARF

Skógtæknir

Skógtæknir eða garðyrkjufræðingur á sviði skógar og náttúru starfar við ræktun, umhirðu og hagnýtingu skóglendis og trjáreita og umsjón útivistarsvæða. Starfið felur í sér framkvæmdir, eftirlit, verkstjórn og fræðslu á sviði landbóta; skógræktar og náttúruverndar.

Í starfi sem skógtæknir gætirðu starfað sjálfstætt, hjá verktakafyrirtæki, skógræktarfélögum, Skógrækt ríkisins, landshlutabundnum skógræktarverkefnum eða hjá sveitarfélögum, skógarbændum og öðrum landeigendum.

Helstu verkefni
  • nýrækt skóga og trjáreita
  • umhirða, grisjun og nýting skóga og trjáreita
  • umsjón með lagningu þjónustuvega, göngu- og reiðleiða um útivistarsvæði
  • ráðgjöf um val og meðferð á plöntum og trjágróðri
  • móttaka og umhirða skógar- og skjólbeltaplantna
  • skipulagning og framkvæmd skjólbeltaræktunar
  • skógarhögg og nýting trjáviðar
Hæfnikröfur

Skógtæknir þarf að þekkja til tegunda trjágróðurs í ræktun á Íslandi, vistfræði íslenskra gróðurlenda og geta metið landgæði. Mikilvægt er að þekkja algengustu skaðvalda í skóg- og trjárækt og mótvægisaðgerðir gegn þeim.

Skógræktarfélag Íslands

Námið

Í Landbúnaðarháskóla Íslands er í boði fagdeild skógar og náttúru og námsbrautir sem veita þekkingu á störfum sem lúta að skógrækt og umönnun umhverfis.

Skógtækni
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Blómaskreytir

Dýralæknir

Fiskeldisfræðingur

Fornleifafræðingur

Jarðfræðingur

Landfræðingur

Landslagsarkitekt

Líffræðingur

Náms- og starfsráðgjöf