Skipulagsfræðingar vinna að gerð áætlana um notkun lands og byggðaþróun. Starfið miðar að því að sameina og samræma ólík sjónarmið þegar ákvarðanir eru teknar um framtíðarnotkun landsins og auðlinda þess, svo sem skipulag íbúðasvæða, samgangna og staðarval stóriðju. Skipulagsfræðingur er löggilt starfsheiti.

Skipulagsfræðingar starfa á ríkisstofnunum við stjórnunarstörf, rannsóknir og eftirlit, hjá skipulagsskrifstofum sveitarfélaga og í auknum mæli sem sjálfstæðir ráðgjafar við gerð svæðis-, aðal- og deiliskipulags.

Helstu verkefni
  • samstarf vegna deiliskipulags og skipulags byggðarlaga
  • safna saman og greina rannsóknir á sviði skipulagsfræða
  • greina hvernig hámarka megi nýtingu lands
  • meta tillögur að breytingum og hagkvæmni þeirra
  • kynna verkefni, tillögur, áætlanagerð og áætlaðan kostnað
Hæfnikröfur

Skipulagsfræðingar verða að hafa lokið meistaraprófi í skipulagsfræði til að fá löggilt starfsréttindi. Í starfinu er mikilvægt að geta gert grein fyrir vinnu sinni í ræðu og riti auk þess sem útsjónarsemi, greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun eru mikilvægir eiginleikar. Einnig er gott að hafa auga fyrir smáatriðum og geta nálgast skipulagsverkefni á hagnýtan hátt. Æskilegt er að þekkja til hönnunar- og skipulagsforrita enda felst í starfinu að getað teiknað upp líkön og gröf.

Skipulagsfræðingafélag Íslands

Námið

Tveggja ára meistaranám í skipulagsfræði, með áherslu á sjálfbæra þróun og sköpun lífvænlegs umhverfis, er í boði við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Arkítekt

Blómaskreytir

Búfræðingur

Byggingafræðingur

Byggingaverkamaður

Dýralæknir

Fiskeldisfræðingur

Flokkstjóri í vinnuskóla

Náms- og starfsráðgjöf