STARF

Sagnfræðingur

Sagnfræðingar vinna með allskyns heimildir og gögn, meta þau, skrá og flokka í því skyni að miðla sögulegri þekkingu á fjölbreyttan hátt út í samfélagið. Sagnfræðilegar heimildir sem unnið er með geta verið af ýmsum toga; annálar, dómsskjöl, myndir, dagbækur, bréf, fundargerðir, fréttaefni og margs konar prentað og óprentað efni ásamt munnlegum heimildum.

Sagnfræðingar vinna fjölbreytt störf til dæmis við rannsóknir og söguritun, útgáfu- og fjölmiðlastarfsemi, bóka- og skjalavörslu eða kennslu og rannsóknir á öllum skólastigum. Sérsvið innan sagnfræðinnar eru einnig mörg svo sem stjórnmálasaga, hagsaga, kynjasaga, félagssaga og hugmyndasaga.

Helstu verkefni
  • meta áreiðanleika og gildi gagna
  • draga upp mynd af fortíðinni, háttum fólks og hugarfari
  • flokka og skrá heimildir
  • nýta niðurstöður rannsókna í öðrum fræðigreinum við sagnfræðirannsóknir
  • tengja saman atburði og skýra orsakasamhengi
Hæfnikröfur

Sagnfræðingar þurfa að hafa mikinn áhuga á sögu og sagnfræðilegum fróðleik. Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð eru nauðsynlegir eiginleikar auk þolinmæði og gagnrýninnar hugsunar. Í starfi sagnfræðings er unnið með margs konar skjöl og tölvuforrit sem slíkri vinnu tengjast.

Söguslóðir – vefur um íslenska sagnfræði

Námið

Við Háskóla Íslands er í boði þriggja ára grunnnám til BA – gráðu í sagnfræði en einnig framhaldsnám til meistara- og doktorsgráðu. 

Sagnfræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókmenntafræðingur

Kerfisfræðingur

Leikjaforritari

Stærðfræðingur

Stjörnufræðingur

Veðurfræðingur

Þjóðfræðingur

Náms- og starfsráðgjöf